Fréttir og tilkynningar: 2015

Fyrirsagnalisti

16. des. 2015 : Stjórn Byggðastofnunar fundaði í Reykjavík

Stjórn Byggðastofnunar hélt formlegan stjórnarfund í Reykjavík í gær, þriðjudaginn 15. desember. Fékk hún fundaraðstöðu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, ásamt nokkrum embættismönnum, tóku í upphafi þátt í fundinum. Rætt var um gerð nýrrar byggðaáætlunar fyrir árin 2017-2023 og aðkomu Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að því verkefni. 

Nánar...

10. nóv. 2015 : Áskorun til ráðherra og alþingismanna

Landshlutasamtök á öllu landinu skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 verði aukin framlög til eftirtalinna málaflokka sem allir eru gríðarlega mikilvægir fyrir byggðaþróun til framtíðar.

Nánar...

25. sep. 2015 : Markviss rannsókn á heimasíðum skilaði auknum skatttekjum!

Hvalfjarðarsveit jók skatttekjur sínar um nær 2,5 milljónir króna á ári með því að innheimta hærri fasteignagjöld hjá eigendum sumarhúsa, sem leigðu þau út til ferðafólks en greiddu ekki af eigninni til sveitarfélagsins í samræmi við þá starfsemi.  Þetta kom fram í erindi Skúla Þórðarsonar sveitarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Nánar...

16. sep. 2015 : Byggðaleg áhrif innflutningsbanns Rússa

Um miðjan ágúst óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir að Byggðastofnun tæki saman upplýsingar um mat á byggðalegum áhrifum viðskiptabanns Rússa.

Nánar...

08. júl. 2015 : Breytingar á viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Í 12. gr. laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993, sbr. lög nr. 32/2002, segir að Kirkjugarðaráð setji viðmiðunarreglur í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga þar sem fram komi hvað felist í skyldu sveitarfélaga til að leggja til hæfilegt kirkjugarðsstæði og efni í girðingu.

Nánar...

06. júl. 2015 : Breytt stjórnsýsla þegar land er leyst úr landbúnaðarnotum

Á nýafstöðnu vorþingi voru samþykktar breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 sem m.a. varða stjórnsýslu mála þar sem gerð skipulagsáætlana kallar á breytta landnotkun á svæði sem áður taldist vera í landbúnaðarnotum.

Nánar...

03. júl. 2015 : Fjögurra ára samgönguáætlun

Innanríkisráðherra lagði í maí fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun. Í umsögn sambandsins eru raktar áherslur í stefnumörkun sambandsins um samgöngumál.

Nánar...

03. júl. 2015 : Breytingar á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar

Alþingi samþykkti þann 30. júní sl. breytingar á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar. Þarna var ákveðnu markmiði náð sem Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum hafa lengi barist fyrir.

Nánar...

05. jún. 2015 : Viðbótarumsögn um frumvarp um skipulag og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis viðbótarumsögn við nefndarálit og breytingartillögur nefndarinnar um ofangreint mál. Helstu ábendingar í umsögninni eru eftirfarandi:

Nánar...

20. mar. 2015 : Tillaga að landsskipulagsstefnu

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026 hefur verið skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra en áætlað er að hún verði lögð fram  sem tillaga til þingsályktunar á yfirstandandi þingi. Tillöguna ásamt fylgiskjölum er að finna á vef landsskipulagsstefnu.

Nánar...
Síða 1 af 2