Fréttir og tilkynningar: september 2014

Fyrirsagnalisti

30. sep. 2014 : Frumvarp um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar. Frumvarpið kveður á um að gerð verði tólf ára stefnumarkandi áætlun um uppbyggingu innviða en innan hennar verði þriggja ára verkefnaáætlanir, sem lagðar verða fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillagna.

Nánar...

09. sep. 2014 : Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um stefnu um lagningu raflína

Althingi_300x300p

Sambandið hefur veitt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu umsögn um drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Þau drög að þingslályktunartillögu sem nú liggja fyrir uppfylla nokkuð vel þær væntingar sem sambandið hefur haft til þessa verkefnis. Af hálfu sambandsins eru því á þessu stigi ekki gerðar alvarlegar athugasemdir við tillöguna. Sambandið telur þó ástæðu til þess að í umræðu um tillöguna verði skýrt nánar frá ástæðum þess að í nokkrum atriðum er vikið frá tillögum sem fram koma í lokaskýrslu nefndar um mótun stefnunnar.

Nánar...