Fréttir og tilkynningar: 2014

Fyrirsagnalisti

19. des. 2014 : Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2016

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar ásamt umhverfismati. Tillagan ásamt fylgiskjali er aðgengileg á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is og vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsstofnun.is. Gögnin liggja jafnframt frammi til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík.

Nánar...

18. des. 2014 : Staðsetning ríkisstarfsemi

Í október sl. birti Byggðastofnun niðurstöður könnunar sem landshlutasamtök sveitarfélaga gerðu í samráði við Byggðastofnun. Könnunin varðaði staðsetningu ríkisstarfseminnar og var liður í vinnu við að greina þjónustustaði á landinu. Byggðastofnun hefur nú sett þessar upplýsingar fram á myndrænan hátt en mikilvægt er að skoða kortið með hliðsjón af töflunni

Nánar...

09. des. 2014 : Umsagnir um raforkumál

Althingi_300x300p

Sambandið sendi þann 8. desember sl. umsagnir til atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um tvö mál sem geta haft mikil áhrif á skipulagsmál sveitarfélaga. 

Nánar...

28. nóv. 2014 : Svæðisskipulag Snæfellsness hlaut skipulagsverðlaunin 2014

Svæðisskipulag Snæfellsness „Andi Snæfellsness - auðlind til sóknar” hlaut Skipulagsverðlaunin 2014. Afhendingin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. nóvember sl. Svæðisskipulagið er samvinnuverkefni fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi; Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar.

Nánar...

18. nóv. 2014 : Stöðugreiningar landshluta 2014

Byggðastofnun hefur nú lokið við gerð stöðugreiningar fyrir hvern landshluta. Var stöðugreining sem þessi fyrst gerð árið 2012 og hafa þær upplýsingar nú verið uppfærðar með nokkrum viðbótum. 

Nánar...

13. nóv. 2014 : Umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Sambandið hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum. Í frumvarpinu eru gerðar tillögur sem eru afrakstur vinnu nefndar sem innanríkisráðherra skipaði í nóvember 2012 og skilaði nefndin tillögum í febrúar 2014. 

Nánar...

21. okt. 2014 : Staðsetning starfa ríkisins og þjónustustarfa fyrirtækja

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Þjónustuþættir á landinu eru flestir á þeim stöðum sem flesta hafa íbúana – og þar með á sömu stöðum og flest hafa ríkisstörf. Þetta er í grófum dráttum niðurstaða könnunar á staðsetningu þjónustustarfa fyrirtækja og samanburður á henni og niðurstöðum á könnun á staðsetningu starfa ríkisins.

Nánar...

30. sep. 2014 : Frumvarp um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar. Frumvarpið kveður á um að gerð verði tólf ára stefnumarkandi áætlun um uppbyggingu innviða en innan hennar verði þriggja ára verkefnaáætlanir, sem lagðar verða fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillagna.

Nánar...

09. sep. 2014 : Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um stefnu um lagningu raflína

Althingi_300x300p

Sambandið hefur veitt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu umsögn um drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Þau drög að þingslályktunartillögu sem nú liggja fyrir uppfylla nokkuð vel þær væntingar sem sambandið hefur haft til þessa verkefnis. Af hálfu sambandsins eru því á þessu stigi ekki gerðar alvarlegar athugasemdir við tillöguna. Sambandið telur þó ástæðu til þess að í umræðu um tillöguna verði skýrt nánar frá ástæðum þess að í nokkrum atriðum er vikið frá tillögum sem fram koma í lokaskýrslu nefndar um mótun stefnunnar.

Nánar...

14. ágú. 2014 : Skipulagsdagurinn 2014

skipulag_minni

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Skipulagsdaginn, sem er árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn á Grand Hótel í Reykjavík, þann 29. ágúst n.k. Til fundarins er boðið sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum í skipulagsnefndum, skipulagsfulltrúum og öðrum starfsmönnum sveitarfélaga sem annast skipulagsmál.

Nánar...
Síða 1 af 2