Fréttir og tilkynningar: febrúar 2013

Fyrirsagnalisti

28. feb. 2013 : Kynning á nýrri skipulagsreglugerð nr. 90/2013

skipulag_minni

Skipulagsstofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun kynna nýja skipulagsreglugerð á fimm stöðum um landið nú í mars. Á fundinum munu fulltrúar Skipulagsstofnunar og ráðuneytisins gera grein fyrir nýrri skipulagsreglugerð og svara fyrirspurnum. Gert er ráð fyrir tveggja klukkustunda fundi fyrir kynningu og umræður og er fundurinn öllum opinn.

Nánar...

04. feb. 2013 : Ný skipulagsreglugerð

samningur

Ný skipulagsreglugerð hefur tekið gildi en hún er sett á grundvelli skipulagslaga sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2010.Hér er um heildarendurskoðun á eldri skipulagsreglugerð að ræða. Markmið reglugerðarinnar líkt og skipulagslaga eru fjölþætt og lúta m.a. að þróun byggðar og landnotkunar, vernd landslags og náttúru og skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Nánar...