Fréttir og tilkynningar: 2013

Fyrirsagnalisti

16. ágú. 2013 : Tillögur um breytingar á skipulagslögum – umsögn í vinnslu um frumvarpsdrög

skipulag_minni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt breytingar sem fyrirhugað er að gera á skipulagslögum, nr. 123/2010. Tillögurnar snúa fyrst og fremst að ákvæðum sem varða skaðabótaskyldu vegna skipulags, en jafnframt eru lagfærðir nokkrir vankantar sem í ljós hafa komið við framkvæmd laganna á því rúmlega 2 ½ árs tímabili sem liðið er frá gildistöku þeirra.

Nánar...

17. maí 2013 : Málþing um haf- og strandsvæðaskipulag

Skipulagsstofnun

Skipulagsstofnun í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða stendur fyrir málþingi um haf- og strandsvæðaskipulag mánudaginn 27. maí nk. í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Á fundinum munu m.a. Áslaug Ásgeirsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Bates háskólann í Lewiston, Maine, fjalla um rannsókn sína þar sem hún leitast við að greina hvernig lönd semja um skiptingu gæða milli landhelgissvæða og hvernig nota megi hafskipulag til að leysa ágreining um stjórnun sameiginlegra auðlinda.

Nánar...

22. mar. 2013 : Samningar um sóknaráætlanir landshluta undirritaðir

KarlBj

Í hádeginu í dag, föstudaginn 22. mars, undirrituðu Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra og fulltrúar landshlutasamtaka samning um sóknaráætlanir landshluta. Með undirritun samninganna er brotið blað í sögu samskipta landshlutasamtakanna við Stjórnarráðið þegar kemur að úthlutun opinberra fjármuna til einstakra verkefna innan landshluta.

Nánar...

08. mar. 2013 : Fyrirhuguðu útboði á strandsiglingum frestað

Bryggja

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu innanríkisráðherra um að fresta útboði á strandsiglingum við Ísland. Bæði Samskip og Eimskip hafa tilkynnt fyrirætlanir um strandsiglingar sem hefjast munu á næstu vikum.

Nánar...

28. feb. 2013 : Kynning á nýrri skipulagsreglugerð nr. 90/2013

skipulag_minni

Skipulagsstofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun kynna nýja skipulagsreglugerð á fimm stöðum um landið nú í mars. Á fundinum munu fulltrúar Skipulagsstofnunar og ráðuneytisins gera grein fyrir nýrri skipulagsreglugerð og svara fyrirspurnum. Gert er ráð fyrir tveggja klukkustunda fundi fyrir kynningu og umræður og er fundurinn öllum opinn.

Nánar...

04. feb. 2013 : Ný skipulagsreglugerð

samningur

Ný skipulagsreglugerð hefur tekið gildi en hún er sett á grundvelli skipulagslaga sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2010.Hér er um heildarendurskoðun á eldri skipulagsreglugerð að ræða. Markmið reglugerðarinnar líkt og skipulagslaga eru fjölþætt og lúta m.a. að þróun byggðar og landnotkunar, vernd landslags og náttúru og skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Nánar...

03. jan. 2013 : Greinargerð Skipulagsstofnunar um umsagnir og athugasemdir við tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640
Í samræmi við 6. mgr. 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýsti Skipulagsstofnun  tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu 24. september 2012 og var frestur til að skila athugasemdum til 20. nóvember 2012.

 

Nánar...