Fréttir og tilkynningar: desember 2012

Fyrirsagnalisti

20. des. 2012 : Lagabreytingar samþykktar á Alþingi

Althingi_300x300p

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að þrjár mikilvægar lagabreytingar voru samþykktar á Alþingi í gær, 19. desember 2012. Eru það breyting á sveitarstjórnarlögum, lögum um gatnagerðargjald og skipulagslögum. 

Nánar...

14. des. 2012 : Bráðabirgðaákvæði byggingarreglugerðar framlengt

samningur

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að framlengja til 15. apríl 2013 bráðabirgðaákvæði nýrrar byggingarreglugerðar er kveður á um að byggingafulltrúum sé heimilt að gefa út byggingarleyfi á grundvelli krafna eldri byggingarreglugerðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða verða gerðar breytingar á ákvæðum nýrrar byggingarreglugerðar er varða einangrun og rýmisstærðir.

Nánar...

13. des. 2012 : Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (auglýsing deiliskipulags)

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 með síðari breytingum. Í frumvarpinu er frestur sveitarfélaga til að auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda lengdur úr þremur mánuðum í eitt ár en á móti kemur að verði deiliskipulagið ekki auglýst á því tímamarki þá teljist það ógilt í samræmi við 41. grein laganna.

Nánar...