Fréttir og tilkynningar: apríl 2012

Fyrirsagnalisti

10. apr. 2012 : Breyting á skipulagslögum og fundargerð skipulagsmálanefndar sambandsins

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Alþingi hefur samþykkt breytingu á skipulagslögum sem felur í sér að umhverfisráðherra hefur sex vikna frest frá því að tillaga Skipulagsstofnunar berst til þess að synja, fresta eða staðfesta aðalskipulagstillögu. Áður var enginn frestur tilgreindur í lögunum og hefur langur afgreiðslutími ráðuneytisins við afgreiðslu aðalskipulagstillagna sveitarfélaga sætt mikilli gagnrýni, bæði af hálfu sveitarstjórna og Alþingis.

Nánar...

04. apr. 2012 : Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sambandsins

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna verður haldinn 26. og 27. apríl 2012 á Hellu, Rangárþingi ytra. Fundurinn er ætlaður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaganna í skipulagsmálum.

Nánar...