Fréttir og tilkynningar: 2012

Fyrirsagnalisti

20. des. 2012 : Lagabreytingar samþykktar á Alþingi

Althingi_300x300p

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að þrjár mikilvægar lagabreytingar voru samþykktar á Alþingi í gær, 19. desember 2012. Eru það breyting á sveitarstjórnarlögum, lögum um gatnagerðargjald og skipulagslögum. 

Nánar...

14. des. 2012 : Bráðabirgðaákvæði byggingarreglugerðar framlengt

samningur

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að framlengja til 15. apríl 2013 bráðabirgðaákvæði nýrrar byggingarreglugerðar er kveður á um að byggingafulltrúum sé heimilt að gefa út byggingarleyfi á grundvelli krafna eldri byggingarreglugerðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða verða gerðar breytingar á ákvæðum nýrrar byggingarreglugerðar er varða einangrun og rýmisstærðir.

Nánar...

13. des. 2012 : Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (auglýsing deiliskipulags)

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 með síðari breytingum. Í frumvarpinu er frestur sveitarfélaga til að auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda lengdur úr þremur mánuðum í eitt ár en á móti kemur að verði deiliskipulagið ekki auglýst á því tímamarki þá teljist það ógilt í samræmi við 41. grein laganna.

Nánar...

30. nóv. 2012 : Ráðstefnan „Samstarf er lykill að árangri“

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, Mannvirkjastofnun, Arkitektafélag Íslands og Félag byggingarfulltrúa standa fyrir fundi í dag 30. nóvember í Árhúsum, Rangárþingi ytra, um nýja byggingareglugerð, samræmingu eftirlits og leiðir til aukinna samskipta innan byggingageirans. Um opinn fund er að ræða sem er ætlaður hönnuðum, tæknimönnum, iðnaðarmönnum, eftirlitsaðilum og öðrum áhugasömum.

Nánar...

14. nóv. 2012 : Ábendingar um mögulegar úrbætur í rekstrarumhverfi húsnæðisfélaga

IMG_3368

Undanfarið ár hefur verið unnið að útfærslu tillagna um opinbera húsnæðisstefnu.  Fimm vinnuhópar voru skipaðir til þess að skoða ýmis atriði og hafa þeir nú allir skilað af sér skýrslum, eins og greint er frá í frétt á vef velferðarráðuneytisins.

Nánar...

23. okt. 2012 : Landsskipulagsstefna 2013 – 2024 - Kynningarfundir

skipulag_minni

Skipulagsstofnun mun í október halda kynningarfundi víða um land þar sem kynnt verður tillaga að landsskipulagsstefnu 2013 – 2024 sem auglýst hefur verið samkvæmt 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nánar...

11. okt. 2012 : Reglugerð um framkvæmdaleyfi hefur tekið gildi

samningur

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að reglugerð um framkvæmdaleyfi, nr. 772/2012 hefur tekið gildi. Er hún sett á grundvelli 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Reglugerðin er mun ítarlegri en ákvæði 9. kafla skipulagsreglugerðar, nr. 400/1998 og er ástæða til að geta þess að það var að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga að ákveðið var að gefa út sérstaka reglugerð um útgáfu framkvæmdaleyfa í stað þess að ákvæði um það efni væru í sérstökum kafla í skipulagsreglugerð.

Nánar...

26. sep. 2012 : Auglýsing um tillögu að landsskipulagsstefnu

skipulag_minni

Í samræmi við 6. mgr. 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýsir Skipulagsstofnun hér með tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu.

Nánar...

09. júl. 2012 : Hjólreiðar og sveitarfélög

Reidhjol

Hjólreiðar eru sífellt að verða vinsælli hér á Íslandi. Aukin hjólreiðanotkun stuðlar að bættri heilsu og sparnaði bæði fyrir einstaklinga og ríki og sveitarfélög. Sveitarfélög hafa undanfarin ár gert stórátak í að gera gatna- og stígakerfi sitt aðgengilegra fyrir hjólreiðafólk en alltaf er hægt að gera betur og mikilvægt í þessu sem öðru að reyna ekki að finna upp hjólið heldur læra af öðrum sem hafa gert vel.

Nánar...

03. maí 2012 : Erindi frá samráðsfundi Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga var að þessu sinni haldinn á Hellu dagana 26.-27. apríl 2012. Fundurinn var ágætlega sóttur af hálfu sveitarfélaga enda var dagskráin fjölbreytt og áhugaverð. Einnig var hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...
Síða 1 af 2