Fréttir og tilkynningar: janúar 2011

Fyrirsagnalisti

25. jan. 2011 : Námskeið um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa

Frá fundi um skipulagsmál

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Skipulagsstofnun efnir til námskeiðs um skipuilagsmál fyrir kjörna fulltrúa þann 1. febrúar nk. Námskeiðið verður haldið í Ketilhúsinu á Akureyri en samskonar námskeið var haldið í Reykjavík þann 20. janúar sl.

Nánar...

25. jan. 2011 : Tilnefningar til verðlauna fyrir borgarskipulag

WorldCityPrize

Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur borist bréf frá Lee Kua Yew World City Prize í Singapore þar sem óskað er eftir tilnefningum á einstaklingum/fræðimönnum eða stofnunum/frjálsum félagasamtökum á sviði borgarskipulabs. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 31. mars nk.

Nánar...

18. jan. 2011 : Hesthús skattleggjast í C-flokki fasteignaskatts

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Þann 12. janúar sl. kvað Yfirfasteignamatsnefnd upp úrskurð í máli þar sem kærð var álagning fasteignaskatts á hesthús í Sveitarfélaginu Árborg. Nefndin úrskurðaði sveitarfélaginu í vil og komst að þeirri niðurstöðu að hesthús í þéttbýli beri að skattleggja skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

Nánar...

13. jan. 2011 : Tillögur að stefnumótun um ríkisstyrktar almenningssamgöngur

Straeto

Fulltrúar innanríkisráðuneytis kynntu í dag á fundi með fulltrúum sambandsins tillögur að stefnumótun um ríkisstyrktar almenningssamgöngur. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að landshlutasamtök sveitarfélaga fari með framkvæmd almenningssamgangna á sínum svæðum og ákveði skipulag þeirra.

Nánar...

06. jan. 2011 : Námskeið um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skipulagsstofnun standa fyrir námskeiði um ábyrgð og hlutverk kjörinna fulltrúa í skipulagsmálum. Einnig verður farið yfir helstu nýmæli nýrra skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um mannvirki nr. 160/2010. Námskeiðið verður haldið þann 20. janúar nk. í Kornhlöðunni Bankastræti 2 í Reykjavík. Námskeiðið hefst kl. 10 og áformað er að því ljúki kl. 17.00.

Nánar...