Fréttir og tilkynningar: 2010

Fyrirsagnalisti

08. nóv. 2010 : Alþjóða skipulagsdagurinn

pusl

Alþjóða skipulagsdagurinn er í dag 8. nóvember. Markmiðið með deginum er að efla almenningsvitund um gildi og þýðingu skipulags og hvernig vönduð skipulagsvinna stuðlar að heilbrigðu og lifandi samfélagi.

Nánar...

06. okt. 2010 : Ráðstefna um almannavarnir sveitarfélaga

SIS_Skipulags_Byggdamal_190x160

Í ljósi náttúruhamfaranna sl. vor, er augljóst að það er mjög mikilvægt fyrir nýjar sveitarstjórnir og almannavarnanefndir að fræðast um hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga þegar almannavarnaviðburðir verða. Á ráðstefnunni 21. október verður farið yfir umhverfi almannavarna á Íslandi, hvað reynslan getur kennt okkur og hvernig þarf að vinna að úrlausnum á brotalömum. 

Nánar...

10. sep. 2010 : Ný skipulagslög samþykkt á Alþingi

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Alþingi samþykkti í gær frumvarp til nýrra skipulagslaga. Umhverfisnefnd Alþingis lagði alls til rúmlega 40 breytingartillögur við frumvarpið og var fallist á allmargar breytingatillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarpið.

Nánar...

07. sep. 2010 : Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga verður haldinn í Reykholti, Borgarbyggð, 16. og 17. september nk. Fundurinn hefst kl. 13.00 með ávarpi Stefáns Thors skipulagsstjóra. Skráning á fundinn er hafin á vef Skipulagsstofnunar.

Nánar...

04. jún. 2010 : Skýrsla starfshóps um sameiningu á norðanverðum Vestfjörðum

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640
Í skýrslu starfshóps þriggja sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum, Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps sem settur var á laggirnar í október 2009, kemur fram sú skoðun að það sé ekki einhlítt hvort sameining sveitarfélaganna þriggja sé fýsilegur kostur.  Nánar...

19. maí 2010 : Nýtt móttökusvæði fyrir ferðamenn af skemmtiferðaskipum í Grundarfirði

Mottokusvaedi-Grundarfirdi
Þriðjudaginn 18. maí sl. var nýtt móttökusvæði fyrir ferðamenn af skemmtiferðaskipum ásamt nýrri flotbryggju vígt við hátíðlega athöfn í Grundarfjarðarhöfn.  Við athöfnina var gerð grein fyrir helstu kostnaðar og magntölum í framkvæmdinni sem samtals hefur staðið yfir í þrú ár.  Nánar...