Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

18. okt. 2018 : Lokaorð formanns sambandsins á byggðaráðstefnu 2018

Við verðum öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hlýnun jarðar, sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélga, í lokaorðum sínum á byggðaráðstefnu 2018, sem lauk á Stykkishólmi í gær. Þá er ekki síður brýnt, að samkomulag takist hjá þjóðinni um þá aðferðafræði sem stuðst verður við til að ákveða hvernig innviðauppbyggingu næstu ára verður háttað.

Nánar...

05. okt. 2018 : Umhverfisstofnun hafnar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

Umhverfisstofnun hafnar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um ógildingu starfsleyfa fiskeldisfyrirtækja í Patreksfirði og Tálknafirði. Leyfisútgáfa hafi verið í samræmi við lög og reglur og telur stofnunin að mörgum spurningum sé ósvarað varðandi úrskurði nefndarinnar. 

Nánar...

02. okt. 2018 : Rannsóknarskyldu gagnvart umhverfismati hafi ekki verið sinnt

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm undir lok desembermánaðar á síðasta ári vegna 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi. Rök úrskurðarnefndar eru m.a. þau, að Matvælastofnun hafi ekki sinnt lögboðinni rannsóknarskyldu sinni á því hvort álit Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats framkvæmda myndaði nægilega traustan lagagrundvöll fyrir útgáfu rekstrarleyfisins. Úrskurðurinn virðist hafa leitt af sér verulega óvissu um stöðu fiskeldis.

Nánar...

02. okt. 2018 : Opið fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Opnað var fyrir umsóknir í Framkvæmdsjóð ferðamannastaða í gær. Umsóknarfrestur er til 28. október nk. en sjóðurinn styrkir framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum að vissum skilyrðum uppfylltum.

Nánar...

02. okt. 2018 : Mannvirki og þjónusta á hálendinu kortlögð

Mannvirki-a-midhalendinu

Út er komin skýrslan Mannvirki á miðhálendinu, sem greinir frá mannvirkjum og þjónustu á miðhálendinu. Kemur þar m.a. fram að tæplega 600 byggingar tengdar ferðaþjónustu dreifist á tæplega 200 staði á miðhálendinu. Þá er yfirgnæfandi fjöldi ferðaþjónustubygginga litlir fjallaskálar, sem eru 50 m2 eða minni að stærð.

Nánar...

20. sep. 2018 : Áskoranir og tækifæri sveitarfélaga í skipulagsmálum

Skipulagsdagurinn-2018-270

Skipulagsdagur sveitarfélaga fór fram við góðar undirtektir í dag, en þátttakendur voru hátt á þriðja hundrað manns. Tæpt var á helstu áskorunum og tækifærum sveitarfélaga í skipulagsmálum og óhætt er að segja að víða hafi verið komið við í fjölbreyttri dagskrá dagsins.

Nánar...

20. sep. 2018 : Skipulagsdagurinn 2018 - bein útsending

Skipulagsdagurinn 2018 fer nú fram í Gamla bíói í Reykjavík. Dagurinn er helgaður því sem efst er á baugi í skipulagsmálum hverju sinni. Nálgast má beint streymi hér á vef sambandsins.

Nánar...

13. sep. 2018 : Hvatt til víðtæks samráðs í loftslagsmálum

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum þjónar þeim tvíþætta tilgangi, að staðið verði við skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins árið 2030 og að markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi þjóðarinnar verði náð árið 2040. Megináhersla er lögð á bæði kolefnisbindingu og orkuskipti í samgöngum og eru endurheimt votlendis, skógrækt, almenningssamgöngur og úrgangsmál dæmi um málaflokka sem koma munu til kasta staðbundinna stjórnvalda um land allt. Áætlunin er í opnu samráðsferli og hvetur ríkisstjórnin til víðtæks samráðs í loftslagsmálum.

Nánar...

13. sep. 2018 : Framlög aukast mest til samgöngumála

Af verkefnum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis í fjárlagafrumvarpi næsta árs, aukast framlög til samgöngumála mest eða um 12,3% á milli ára. Rúmur helmingur rennur til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu eða um 23,5 milljarður króna.

Nánar...

05. sep. 2018 : Umsögn um þjóðgarðastofnun

Samband íslenskra sveitarfélaga telur brýnt að víðtæk sátt náist um nýja þjóðgarðastofnun í umsögn þess um frumvarp til laga um stofnunina, sem umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst leggja fram á Alþingi. Auk sambandsins hafa einstök sveitarfélög einnig veitt umsögn um málið.

Nánar...
Síða 1 af 10