Samþykkt sveitarstjórnar um betra veður virkaði

Þeir sem greiða atkvæði með tillögunni um betra veður, eru beðnir um að gefa merki. Atkvæðagreiðslan hefst núna! Asle Schrøder, oddviti í Steigen, var eins og aðrir orðinn leiður á endalausri rigningu. Sólarstundir hafa aldrei mælst færri í Norður-Noregi en í júní sl. og ekkert annað að gera en að slá því upp í grín.

Þeir sem greiða atkvæði með tillögunni um betra veður, eru beðnir um að gefa merki. Atkvæðagreiðslan hefst núna! Asle Schrøder, oddviti í Steigen, var eins og aðrir orðinn leiður á endalausri rigningu. Sólarstundir hafa aldrei mælst færri í Norður-Noregi en í júní sl. og ekkert annað að gera en að slá því upp í grín.

Tillagan var að sjálfsögðu einróma samþykkt og hafði sveitarstjórnin gaman af. Þó þykir meira um vert, að samþykktin virðist hafa virkað! Veðrið hefur í það minnsta snarbatnað hjá Asle og félögum hans í Steigen.

Málið hefur vakið verðskuldaða athygli í Noregi, en betra-veður-tillagan var samþykkt sl. fimmtudag af sveitarstjórn Steigen, litlu sveitarfélagi með um 2.500 íbúa í norðanverðum Noregi. Haft hefur verið eftir oddvitanum í fjölmiðlum, að stemningin hafi verið góð í lok fundarins og hafi hann því ákveðið að sæta lagi. Það skemmir síðan ekki fyrir, að tillagan virðist hafa haft tilætluð áhrif.

Veðurútlitið í nyrðri helmingi Noregs er frábært þessa vikuna. Framan af sumri hefur góða veðrið haldið sig að mestu leyti í suðurhluta landsins, en skv. upplýsingum frá norsku veðurstofunni má njóta sólar og sumaryls um allan Noreg næstu daga.

Það má svo velta því fyrir sér, hverjum megi þakka þessi jákvæðu veðurumskipti í raun – oddvitanum, sveitarstjórninni eða norsku veðurstofunni. Svo er að sjá hvort beita megi svipuðum brögðum hér á landi gegn rigningunni endalausu, sem hrjáð hefur hluta þjóðarinnar framan af sumri …

Rigningartid-i-noregi2

Endalaus rigning  gerði til skamms tíma íbúum í Norður-Noregi lífið leitt.