Samningur um eflingu heimagistingarvaktar

Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Þórólfur Halldórsson, undirrituðu í dag samkomulag um eftirlit með heimagistingu. Samningurinn kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins en það fer með eftirlit með heimagistingu á öllu landinu.

Radherra-og-syslumadurRáðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, og Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Þórólfur Halldórsson, undirrituðu í dag samkomulag um eftirlit með heimagistingu. Samningurinn kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins en það fer með eftirlit með heimagistingu á öllu landinu. Er þetta gert til að:

  • öðlast yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar,
  • tryggja rétt skattskil einstaklinga og að
  • lögaðilar sem stunda gististarfsemi afli sér rekstrarleyfis og starfsemin fari þar með að þeim lögum sem um hana gilda.

Hin svokallað 90 daga regla tók gildi í ársbyrjun 2017 en í henni felst að einstaklingum er heimilt að leigja út lögheimili sín og eina aðra fasteign sem er í þeirra eigu til allt að 90 daga á hverju almanaksári án þess að lúta sömu reglum um leyfi og gjöld og gilda um atvinnurekstur. Skráning fer fram með rafrænum hætti á www.heimagisting.is

Í samningnum er lagt upp með að átaksverkefnið verði til eins árs og er markmiðið að það hafi hvetjandi áhrif á einstaklinga til að skrá skammtímaútleigu sína. Gert er ráð fyrir að starfsmönnum í heimagistingarvakt verði fjölgað úr þremur í ellefu og koma þeir til með að framkvæma vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga frá almenningi eða á grundvelli upplýsinga sem koma fram í frumkvæðiseftirliti. Þá verða í hópnum tveir lögfræðingar sem munu halda utan um stjórnsýslumeðferð og ákvarðanir um stjórnvaldssektir. Frá því að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók við málaflokki gististaða árið 2015 hefur umfang skammtímaleigu sjöfaldast.

Sjá nánar á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins