Samninganefnd sambandsins undirritar nýja kjarasamninga við sex aðildarfélög BHM

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og sex aðildarfélaga Bandalags háskólamanna undirrituðu í dag nýja kjarasamninga. Samningarnir eru í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði.

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og sex aðildarfélaga Bandalags háskólamanna undirrituðu í dag nýja kjarasamninga. Samningarnir eru í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði.

Félögin sem um ræðir eru: Þroskaþjálfafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Dýralæknafélag Íslands og Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Kjaraviðræður aðila fóru alfarið fram á fjarfundum. Verði samningarnir samþykktir munu þeir gilda frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.

Samningar við 46 stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga í höfn

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nú farsærlega lokið kjarasamningum við 46 stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga, sem gerðir eru með það að markmiði að stuðla að stöðugleika og framþróun á vinnumarkaði.

Samninganefnd sambandsins vill koma á framfæri þökkum til samninganefnda félaganna fyrir fagleg og lausnamiðuð vinnubrögð við kjarasamningagerðina þar sem sanngirni og samningsvilji hafa verið leiðarljósið í samningaferlinu.

Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamningana meðal félagsmanna félaganna. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samningana mun liggja fyrir þann 15. maí næstkomandi.