Samkomulag um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs undirritað

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga, Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Seðlabanki Íslands hafa undirritað samkomulag um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs.

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga, Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Seðlabanki Íslands hafa undirritað samkomulag um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs.

Markmið Þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahags- og félagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.

Nánar á vef Stjórnarráðsins

Myndin með fréttinni er tekin af vef Stjórnarráðsins.