Samið við Starfsgreinasamband Íslands

Þann 16. janúar sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands nýjan kjarasamning.

Þann 16. janúar sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands nýjan kjarasamning.

Um er að ræða 17 stéttarfélög þ.e. AFL starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðsfélagið Hlíf, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðs og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis og Verkalýðsfélag Þórshafnar.

Kjarasamningurinn er gerður í anda Lífskjarasamningsins sem gildir á almennum vinnumarkaði. Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023.

Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar mun liggja fyrir þann 10. febrúar næstkomandi.