Sameiginlegt örútboð á ritföngum fyrir grunnskóla

Ríkiskaup undirbúa nú sameiginlegt örútboð á ritföngum fyrir grunnskóla sveitarfélaganna, eins og farið hefur verið í undanfarin ár. Sveitarfélögum, sem ætla að taka þátt í útboðinu, er bent á að hafa samband við Grétar Erlingssons, verkefnastjóra hjá Ríkiskaupum á gretar@rikiskaup.is fyrir 4. mars nk.

Ríkiskaup undirbúa nú sameiginlegt örútboð á ritföngum fyrir grunnskóla sveitarfélaganna, eins og farið hefur verið í undanfarin ár. Þeim sveitarfélögum hefur farið fjölgandi sem útvega öllum grunnskólanemum ritföng í upphafi skólaárs og með sameiginlegu örútboði myndast vettvangur fyrir hagstæð innkaup.

Þeim sveitarfélögum sem eru aðilar að rammasamningakerfi Ríkiskaupa gefst kostur á að taka þátt í sameiginlegum útboðum. Verkefnisstjóri er Grétar Erlingsson hjá Ríkiskaupum.

Tilkynna þarf þátttöku í örútboðinu til Grétars á netfanginu gretar@rikiskaup.is fyrir 4. mars n.k.