Sambandið leitar að öflugum móttökuritara

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að drífandi og jákvæðum einstakling í starf móttökuritara. Í boði eru fjölbreytilegt, áhugavert og lifandi starfsumhverfi þar sem reynir á framúrskarandi samskiptahæfni, ríka þjónustulund og fagmennsku.

Móttökuritari starfar að margþættum og síbreytilegum verkefnum bæði sjálfstætt og með öðru starfsfólki Sambandsins, sem varða starfsemi sveitarfélaga ásamt því að sinna hefðbundnum skrifstofustörfum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2023. Um er að ræða  framtíðarstarf. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Símsvörun, móttaka og almenn upplýsingagjöf.
 • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini.
 • Umsjón með kaffistofu, fundarherbergjum og opnum rýmum.
 • Skráning og frágangur á útsendum skjölum.
 • Aðstoð við skjalavörslu, skráning og frágangur.
 • Pöntun á vörum á skrifstofu og kaffistofu.
 • Almenn ritarastörf og ýmis önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

 • Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Gott vald á íslensku og ensku.
 • Góð tölvukunnátta er skilyrði.
 • Þekking á skjalavörslu er kostur.
 • Nákvæm, skipulögð og áreiðanleg vinnubrögð.
 • Framúrskarandi samskiptahæfni, rík þjónustulund, frumkvæði og samviskusemi.

Nánari upplýsingar veitir Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur.rafn.halldorsson@samband.is eða í síma 515-4900.

Starfsaðstaða 

Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn hóp og skapar starfsfólki gott svigrúm til starfsþróunar. Sambandið er heilsueflandi og mannauðshugsandi vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt umhverfi. Jafnræðis skal gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að mannauður sambandsins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. 

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, þar sem fram kemur m.a. rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Sótt er um starfið á alfred.is  Umsóknarfrestur er til og með 7. desember.