Samninganefnd Félag leikskólakennara og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa í sameiningu ákveðið að vísa kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara.
Viðræður um endurnýjun kjarasamnings hafa staðið með hléum frá því í nóvember og eru samningsaðilar sammála um að frekari viðræður muni ekki skila árangri án aðkomu embættis ríkissáttasemjara.