Samband íslenskra sveitarfélaga hlýtur jafnlaunavottun

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST 85:2012. Vottunin staðfestir að starfsfólk sambandins sem vinnur sömu og/eða jafnverðmæt störf fær sömu laun og að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST 85:2012. Vottunin staðfestir að starfsfólk sambandins sem vinnur sömu og/eða jafnverðmæt störf fær sömu laun og að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Úttektaraðili jafnlaunavottunarinnar var BSI á Íslandi og fór lokaúttekt á launakerfi Sambands íslenskra sveitarfélaga fram 21. nóvember 2019, formlegt skírteini um jafnlaunavottun var gefið út þann 10. janúar.

Úttekt jafnlaunavottunarinnar var kynnt á fundi stjórnar sambandsins þann 13. desember og bókaði stjórnin eftirfarandi við það tækifæri

Stjórn sambandsins lýsir yfir ánægju með undirbúning og framkvæmd jafnlaunavottunar, þar sem m.a. kemur fram í launagreiningu að án nokkurra sérstakra ráðstafana í ferlinu reyndist launamunur kynja hjá sambandinu vart mælanlegur eða rétt við 0%.

Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga starfa 28 manns, þar af 10 karlar og 18 konur.