Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur birt á vef sínum Samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaþjóða um mat á umhverfisáhrifum – Rannsókn gerð til undirbúnings heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur birt á vef sínum Samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaþjóða um mat á umhverfisáhrifum – Rannsókn gerð til undirbúnings heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.
Samanburðurinn gefur til kynna að tækifæri séu fólgin í nokkurri einföldun á löggjöfinni hér á landi. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar skýrslu um rannsókn á löggjöf nokkurra nágrannaþjóða Íslands um mat á umhverfisáhrifum.
Rannsóknina vann Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið til undirbúnings heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum sem nú stendur yfir. Markmið endurskoðunarinnar er að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu.
Þau lönd sem skýrslan fjallar um auk Íslands eru Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Skotland en löggjöf þeirra landa um mat á umhverfisáhrifum byggir öll á tilskipunum Evrópusambandsins. Greindir voru ákveðnir þættir í löggjöf ríkjanna sem varða umrætt ferli og dregnir fram kostir hennar og gallar. Niðurstöður skýrslunnar eru m.a. að framsetning laga samanburðarríkjanna er varðar mat á umhverfisáhrifum er einfaldari og aðgengilegri en á Íslandi.
- Samanburður á löggjöf nokkurra nágrannaþjóða um mat á umhverfisáhrifum – Rannsókn gerð til undirbúnings heildarendurskoðunar laga um mat á umhverfsiáhrifum
- Fréttin á vef Stjórnarráðsins