Rekstur Hafnarfjarðarbæjar og Skútustaðarhrepps kolefnisjafnaður

Skútustaðahreppur hefur ákveðið að kolefnisjafna rekstur sveitarfélagsins. Jafnframt var á fundi sveitarstjórnar í gær, samþykkt að ganga til samninga við Landgræðsluna vegna árlegrar gróðursetningar á trjám til kolefnisbindingar á Hólasandi. Skútustaðarhreppur er fyrst sveitarfélaga á landinu til að kolefnisjafna rekstur sinn, næst á eftir Hafnarfjarðarbæ, sem undirritaði samning við Kolvið þann 19. júní sl. um kolefnisjöfnun vegna rekstrar á sveitarfélaginu og stofnunum þess.

Skútustaðahreppur hefur ákveðið að kolefnisjafna rekstur sveitarfélagsins. Jafnframt var á fundi sveitarstjórnar í gær, samþykkt að ganga til samninga við Landgræðsluna vegna árlegrar gróðursetningar á trjám til kolefnisbindingar. Skútustaðarhreppur er fyrst sveitarfélaga á landinu til að kolefnisjafna rekstur sinn, næst á eftir Hafnarfjarðarbæ, sem undirritaði samning við Kolvið þann 19. júní sl. um kolefnisjöfnun.

Hafnarfjarðarbær hefur frá síðustu áramótum nýtt umhverfisstjórnunarhugbúnað sem safnar saman í kolefnisbókhald upplýsingum úr rekstri sveitarfélagsins, þ.á.m. um notkun á heitu vatni, rafmagni og olíu. Þessir þættir vega hvað þyngst í kolefnisfótspori þess ásamt sorphirðu.

Í frétt Hafnarfjarðarbæjar um málið kemur m.a. fram, að kolefnisfótspor sveitarfélagsins fyrir síðasta ár hafi numið 890 tonnum af koltvísýringi, sem samsvarar gróðursetningu á 8.900 trjám. Samhliða þeirri kolefnisjöfnun stefnir sveitarfélagið einnig að því, að minnka kolefnisspor sitt til framtíðar litið, eins og fjallað er um í umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar frá maí 2018.

Kolefnisfótspor Skútustaðarhrepps samsvaraði á síðasta ári 30 tonnum af koltvísýringi og felst í því gróðursetning á 300 trjám, að því er segir í frétt á vef sveitarfélagsins. Þess má svo geta að sveitarstjórn Skútustaðarhrepps lagði, strax að fundi loknum í gær, land undir fót og gróðursetti tréin 300 á uppgræðslusvæði Landverndar á Hólasandi undir leiðsögn Daða Lange Friðrikssonar, héraðsfulltrúa samtakanna.