Rekstrarkostnaður á nemanda í grunnskólum 2022

Út er komið yfirlitsskjal um rekstrarkostnað á hvern grunnskólanemanda eftir stærð skóla árið 2022. Um er að ræða beinan rekstrarkostnað á almenna grunnskóla sveitarfélaga. Sérskólar eru því ekki meðtaldir.

Miðlægur kostnaður t.d. vegna skólaskrifstofa er ekki meðtalinn. Að gefnu tilefni er bent á að margvíslegar ástæður geta orsakað mun á lykiltölum eftir skólum og/eða sveitarfélögum. Hafa ber í huga að landfræðilegar aðstæður, eða breytur eins og samsetning og aldur starfsfólks í skóla geta haft áhrif á niðurstöður og því gagnlegt fyrir sveitarfélög að kanna nánar í hverju munurinn felst.
Reiknaður er rekstrarkostnaður með og án innri leigu og skólaaksturs. Innri leiga er þó verulega stærri hluti af rekstrarkostnaði en skólaakstur. Árið 2022 var rekstrarkostnaður á hvern nemanda að meðaltali ríflega 2,4 m.kr þegar innri leiga (og skólaakstur) er tekið með. Án innru leigu er meðalkostnaður á hvern nemanda tæpar 2 m.kr. Mikill munur er á rekstrarkostnaði á hvern nemanda eftir stærð skóla.

Yfirlitsskjal yfir rekstrarkostnað á nemanda í grunnskólum sveitarfélaga eftir stærð skóla 2022