Ráðstefna um heimsmarkmiðin á sveitarstjórnarstigi

Ráðstefnan „Local Action. Global Shift – Living the Sustainable Development Goals“ verður haldin 6.-8. maí í Innsbruck, Austurríki.

Ráðstefnan „Local Action. Global Shift – Living the Sustainable Development Goals“ verður haldin 6.-8. maí í Innsbruck, Austurríki.

Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að Evrópusamtökum sveitarfélagasambanda, CEMR. Þetta eru víðtækustu og fjölmennustu hagsmunasamtök sveitarstjórnarstigins í Evrópu. Yfir 60 sveitarfélaga- og svæðasamtök á landsvísu frá 41 landi eiga aðild að samtökunum. Aðildarsamtökin eru fulltrúar yfir 100.000 sveitarfélaga og svæða í Evrópu. Samtökin halda fjórða hvert ár ráðstefnu sem er opin sveitarstjórnarmönnum frá öllum aðildarlöndum um málefni sem brenna á evrópskum sveitarfélögum og svæðum á hverjum tíma.

Ráðstefnan í Innsbruck, verður helguð innleiðingu heimsmarkmiðanna á sveitarstjórnarstigi. Í boði verða áhugaverðar framsögur og umræður, nýstárlegar vinnustofur, t.d. „Policy hack“ og vettvangsferðir til sveitarfélaga í nágrenni Innsbruck og fyrirtækja þeirra til að kynnast sjálfbærum lausnum austurríkra sveitarfélaga.

Dæmi um málstofur:

  • Designing strategies tailor-made for local need
  • Sustainable investments in affordable housing
  • Mastering monitoring; Make sure you are on the right track for 2030
  • Financing sustainable development: An impossible quest?
  • Upgrading democracy through active citizenship, technology and open government
  • Climate academy: Lessons from successful initiatives

Ráðstefnugjald er EUR 600 ef fólk skráir sig fyrir 16. mars en hækkar eftir þann tíma.

Nánari upplýsingar um dagskrá og annað á https://www.cemr2020.at/. Einnig er velkomið að hafa samband við Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins til að fá frekari upplýsingar.