17. mar. 2017

Raddir ungs fólks skipta máli!

  • 20170317_111900

Í æskulýðslögum, 11. gr., segir að sveitarfélög skuli hlutast til um að stofnuð verði ungmaennaráð. Hlutverk ráðsins er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. En reyndin er að aðeins 33 af 74 sveitarfélögum hafa virkt ungmennaráð. 

Á ráðtefnu Evrópu unga fólksins, Samfés, UMFÍ, Félag fagfólks í frítímaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin var í dag, föstudaginn 17. mars, var því varpað fram hvort það þurfi að leggja það til við löggjafann að æskulýðslög verði virt á þann hátt að sveitarfélög verði skylduð til að stofna ungmennaráð.

20170317_111900Á ráðstefnunni sagði Angelica Andersson frá ungmennaráðum í Svíþjóð en hún velti því fyrir sér hvort ungmennaráð geri okkur löt. Þá ræddi Guðmundur Ari Sigurjónsson um hlutverk skuggastjórnandans og Þóra Jónsdóttir spurði hvort lög gerðu ráð fyrir þátttöku ungmenna í samfélaginu. 

Þau Helga Haraldsdóttir og Kristján Hilmir Baldursson fluttu síðasta erindi fyrri hluta ráðstefnunnar en þau sögðu frá nýstofnuðu Ungmennaráði Íslands, sögðu frá tilurð þess, tilgangi og framtíðarsýn.

Ráðstefnan var tekin upp og eru upptökur aðgengilegar á vef sambandsins.