Persónuvernd og varðveisla gagna

Þjóðskjalasafn Ísland gekkst nýlega fyrir árlegri vorráðstefnu sinni. Yfirskrift ráðstefnunnar var varðveisla, eyðing og aðgengi að upplýsingum í ljósi nýrra persónuverndarlaga og var ofarlega á baugi sú óvissa sem ný löggjöf hefur í sumum tilvikum skapað í skjalavörslu.

Þjóðskjalasafn Ísland gekkst nýlega fyrir árlegri vorráðstefnu sinni. Yfirskrift ráðstefnunnar var varðveisla, eyðing og aðgengi að upplýsingum í ljósi nýrra persónuverndarlaga og var ofarlega á baugi sú óvissa sem ný löggjöf hefur í sumum tilvikum skapað í skjalavörslu.

Á meðal framsögumanna var Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og sérfræðingur í persónuverndarmálum. Í erindi sínu, sem nefndist Minimalískur lífsstíll og skjalavarsla, fjallaði Bryndís um mikilvægi þess að opinberir aðilar marki sér skýra stefnu í skjalavörslu varðandi umfang skjalavörslunnar og tímalengd. Sú stefna að geyma allt og grisja seinna sé ekki vænleg til árangurs miðað við það mikla magn upplýsingar sem verður til á hverjum degi. Minimalískur lífsstíll gæti að því leyti komið sé vel sem viðmið í skjalavörslu.

Aðrir framsögumenn voru Árni Jóhannsson, skjalavörður á þjóðskjalasafninu, sem ræddi grisjun skjala og persónuupplýsinga, Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, sem fjallaði um hvað á og hvað má varðandi varðveislu eða eyðingu gagna og Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri hjá Persónuvernd, en hann beindi sjónum sínum að samspili persónuverndarlöggjafarinnar og opinberra skjalasafna.