Fréttir og tilkynningar (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

25. mar. 2020 : Staða kjaramála

Fjarhagsaaetlanir-A-hluta-sveitarfelaga-2018-2021

Á síðustu vikum hefur Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fjölmarga samninga við hin ýmsu stéttarfélög sem gera samninga við sveitarfélögin. Að auki eru kjaraviðræður í gangi við nokkur stéttarfélög.

Nánar...

24. mar. 2020 : Efling aflýsir verkföllum

Efling stéttarfélag hefur tilkynnt Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að yfirstandandi verkfallsaðgerðum Eflingar - stéttarfélags gagnvart sambandinu, sem tilkynnt var um 2. mars sl., hafi verið aflýst.

Nánar...

23. mar. 2020 : Kjarasamningar samþykktir hjá fjórum stéttarfélögum

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við þrjú stéttarfélög; Samflot bæjarstarfsmanna, Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, og við Starfsmannafélag Kópavogs, lauk í dag, 23. mars. Meirihluti félagsmanna tók þátt í atkvæðagreiðslu hjá öllum félögunum þremur og voru samningarnir allir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða.

Nánar...

23. mar. 2020 : Veiting afslátta af greiðsluhlutdeild notenda velferðarþjónustu

Samband íslenskra sveitarfélaga gaf þann 19. mars sl. út Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf. Í aðgerðapakkanum eru sveitarfélög m.a. hvött til að kanna möguleika á lækkun gjaldskrár og tímabundinni lækkun eða niðurfellingu tiltekinna gjalda.

Nánar...

23. mar. 2020 : Slökkvilið Fjarðabyggðar sýnir gott fordæmi á erfiðum tímum

fjardabyggd

Slökkvilið Fjarðabyggðar óskaði eftir því við Samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sunnudaginn 22. mars sl., að slökkviliðinu yrði heimilt að gera tímabundnar breytingar á vaktakerfi til að draga úr smithættu milli vakta og vaktmanna vegna COVID-19.

Nánar...

20. mar. 2020 : Rétt meðhöndlun úrgangs samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna COVID-19

Eitt af mörgum mikilvægum atriðum sem huga þarf að vegna farsótta er að gæta varúðar við umgengni um sorpílát og farga úrgangi á réttan hátt.

Nánar...

20. mar. 2020 : Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er eftirfarandi hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.

Nánar...

19. mar. 2020 : Leiðbeiningar vegna fjarfunda hjá sveitarfélögum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög er hafa hug á að nýta sér ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að nota fjarfundarbúnað í auknu mæli á fundum sveitarstjórna og nefnda. Leiðbeiningarnar eru í formi hagnýtra atriða til að hafa í huga við undirbúning fjarfunda sem og hagnýt atriði fyrir fundarmenn.

Nánar...

18. mar. 2020 : Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

Í gær, þriðjudaginn 17. febrúar, samþykkti Alþingi breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar.

Nánar...

18. mar. 2020 : Aukin heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórnar

Alþingi samþykkti í gær, 17. mars, lög sem heimila ráðherra sveitarstjórnarmálað gefa út ákvörðun um tiltekin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tilefni lagabreytingarinnar er COVID-19 faraldurinn en vegna hans hafa borist tilmæli frá mörgum sveitarfélögum um aukinn sveigjanleika varðandi fyrirkomulag funda í sveitarstjórnum og nefndum, svo sem með notkun fjarfundabúnaðar.

Nánar...
Síða 2 af 10