Óþolandi að við séum ennþá að tala um þetta en þeim mun mikilvægara að við séum að gera það

Í morgun stóð Jafnlaunastofa fyrir morgunverðarfundi um samstarf sveitarfélaga í þágu launajafnréttis. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambandsins, var fundarstjóri á fundinum og sagði í upphafi að það væri raun „óþolandi að við séum ennþá að tala um þetta en þeim mun mikilvægara að við séum að gera það.”

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, stýrði fundinum sem fram fór á Icelandair hotel Natura í morgun.

Á fundinum kom fram að launamunur karla og kvenna sé töluvert minni meðal þeirra sem starfa hjá sveitarfélögum en meðal þeirra sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. En þrátt fyrir þann árangur var lögð áhersla á að gera enn betur og mikilvægi þess að vinna áfram saman í því að jafna laun milli kynja.

Upptaka frá fundinum.

Dagskrá og erindi frá fundinum.

Starsmatskerfið dregur úr launamun

Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins, í ræðustóli í morgun.

Í erindi Ingu Rúnar Ólafsdóttur, sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, kom fram að ein helsta ástæðan fyrir góðum árangri sveitarfélaga sé starfsmatskerfið. Frá því að það var tekið upp hefur launajafnrétti aukist mikið hjá sveitarfélögunum en kerfið „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“

Helga Björg O. Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu, lagði áherslu á að þó að töluverður árangur hafi nást á seinustu árum þá megi ekki hætta núna. Heldur þurfi sveitarfélögin að miðla reynslu sinni og það er ekki nóg að líta til þeirra hefðbundnu þátta sem horft er til þegar laun eru metin hjá hinu almenna og ríkisins. Heldur er einnig mikilvægt að horfa til vinnuumhverfi, þess álags sem störf krefjast t.d. tilfinningalegs álags, ábyrgðar á velferð fólks ofl.