Orkufundur 2023, þar sem orkan verður til

Orkufundur 2023 verður haldinn þann 10. maí á Hilton Reykjavík Nordica. Meðal framsögumanna verður Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra og Kristín Linda Árnadóttir, stjórnarformaður Samorku.

Auk þeirra flytja þau Ása Valdís Árnadóttir, formaður stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, Tryggvi Þór Haraldsson, ráðgjafi og fyrrum forstjóri Rarik, Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og Haraldur Þór Jónsson, oddviti og formaður starfsnefndar orkusveitarfélaganna erindi.

Að loknum erindum mun framsögumenn taka þátt í pallborði. Mikilvægt er að þeir sem hafa spurningar til handa framsögumönnum mæti á staðinn. Þátttaka í fundinum er án endurgjalds.

Fundarstjóri verður Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi.

Fundurinn hefst kl. 10:00 og er áformað að hann standi í tvær klukkustundir.

Dagskrá og skráning á fundinn.