Orðsending til sveitarfélaga vegna verkfalls Eflingar

Eins og kunnugt er hófst í dag vinnustöðvun Eflingar stéttarfélags, sem m.a. veldur því að bílstjórar sem vinna að dreifingu eldsneytis leggja niður vinnu.

Vegna þessa hafa almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og ráðuneyti bent á mikilvægi þess að  sveitarstjórnir hugi vel að viðbúnaði og áfallaþoli til að tryggja að ekki skapist hættuástand.

Það er von okkar hjá sambandinu að meðfylgjandi leiðbeiningar gagnist vel við undirbúning að hálfu sveitarfélaga. Eru stjórnendur sveitarfélaga hvattir til að miðla þessum upplýsingum til viðeigandi aðila.