Óráðlegt að breyta kosningalöggjöf svo skömmu fyrir kosningar

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á, að Evrópráðið ráðleggi almennt að breyta ekki kosningalöggjöf einu ári fyrir kosningar. Athugasemd þessa efnis var gerð við nefndina í dag vegna umsagnar sambandsins um frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á að Evrópráðið ráðleggi almennt að breyta ekki kosningalöggjöf einu ári fyrir kosningar. Athugasemd þessa efnis var gerð við nefndina í dag vegna umsagnar sambandsins um frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna.

Í leiðbeiningum Evrópuráðsins, 8. gr., segir m.a. að kosningalöggjöf skulu ekki breytt, skv. tilmælum Feneyjarráðsins, ef innan við ár til næstu kosninga. Undantekning frá þeirri meginreglu teljist breytingar sem eru nauðsynlegar vegna ófyrirséðra vandamála við lagalega framkvæmd eða brota á alþjóðlega viðurkenndum réttindum. Greinin er í heild sinni eftirfarandi (á ensku):

Electoral legislation should not be subject to constant change. According to Venice Commission recommendations, the fundamental elements of electoral law… should not be open to amendment less than one year ahead of an election, or should be written in a constitution or at a level higher than ordinary law. In certain circumstances, exceptions to the one year rule could be accepted, namely where there is a need to rectify, through legislation, unforeseen problems or to provide redress to violations of internationally recognised rights where they had been built into the electoral law.

Að áliti sambandsins fellur það frumvarp sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, um lækkun kosningaaldurs við sveitarstjórnarkosningar, ekki undir þá þröngu undantekningarreglu sem fram kemur í 8. tl. leiðbeininga Evrópuráðsins.

Einnig er bent á að sambandið hafi almennt kallað eftir því að kosningalöggjöf sé látin í friði af þingmönnum innan þeirra tímamarka sem fram koma í leiðbeiningum Evrópuráðsins og vísað til sömu röksemda gagnvart ýmsum öðrum hugmyndum um breytingar á kosningalöggjöf sem komið hafa fram á undanförnum árum. Má í því sambandi m.a. nefna hugmyndir um lagabreytingu um fjölda sveitarstjórnarmanna.