Opinn fundur um leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á opnum fundi um leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands, með tilliti til ræktunar, sem fram fer á Teams miðvikudaginn 3. mars kl. 15:00.

Fundurinn fer fram að frumkvæði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur, mun kynna leiðbeiningarnar og svara spurningum. Leiðbeiningarnar má finna á þessum tengli en með þeim er lögð áhersla á að flokka land sem nýtist til ræktunar á matvælum og fóðri, með tilliti til fæðuöryggis og jarðarlaga. Niðurstöðum flokkunarinnar er ætlað að nýtast sveitarfélögum sem forsendur við skipulagsákvarðanir um landnotkun við gerð aðalskipulags.

Að gerð þessara leiðbeininga stendur atvinnu­vega- og nýsköpunar­ráðuneytið í samstarfi við Skipulagsstofnun og Landbúnaðarháskólann en þær voru mótaðar af þeim Salvöru Jónsdóttur, skipulagsfræðingi, Guðna Þ. Þorvaldssyni, prófessor við LBHÍ, og Guðrúnu Láru Sveinsdóttur, hjá Skipulagsstofnun, í samráði við hagaðila.

Leiðbeiningarnar eru unnar á grundvelli jarðalaga. Með breytingum á lögunum, sem samþykktar voru í júlí 2020, varð ráðherra heimilt að gefa út leiðbeiningar um hvernig skuli flokka landbúnaðarland í aðalskipulagi, í samvinnu við yfirvöld skipulagsmála (55. gr. jarðalaga nr. 81/2004).

Skráðu þig á fundinn með því að smella hér.