Opið fyrir umsóknir ungs fólks á Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins

Sambandið tilnefnir þrjá kjörna fulltrúa til að taka þátt í Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins sem kemur saman í Strasbourg tvisvar á ári. Ungmennafulltrúar eru orðnir ómissandi þáttur í þingum Sveitarstjórnarþingsins.

Nú er auglýst eftir umsóknum ungs fólks á aldrinum 18-30 ára fyrir þingin 2023 og þurfa umsóknir að berast fyrir 6. janúar nk. Nánari upplýsingar í meðf. skjali og hér Online application form

Bára Örk Melsted, baraork@gmail.com, sem var ungmennafulltrúi Íslands 2022 er einnig tilbúin að veita upplýsingar. Hér að neðan má finna upplýsingar um sýndarþing sem hún hélt í samstarfi við grunnskóla Hólmavíkur og Drangsnes sem tengdist setu hennar á sveitarstjórnarþinginu.