Opið fyrir umsagnir um tillögur starfshóps um nýtingu vindorku

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ.á m. um lagaumhverfi hennar og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum.

Starfshópurinn hefur skilað ráðherra skýrslu sinni ásamt því að hafa kynnt efni hennar á opnum fundi. Í skýrslunni eru dregin saman ýmis álitaefni og settir fram valkostir um hvaða leiðir séu færar. Málefnin sem fjallað er um eru m.a. heildarstefnumörkun stjórnvalda um virkjun vindorku, afstaða til þess hvort vindorka heyri áfram undir lög um rammaáætlun og hvernig gjaldtöku af vindorkuverum verði háttað

Skýrslan ásamt fylgiskjölum hefur nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Er óskað eftir umsögnum og ábendingum um efni skýrslunnar. Sambandið hvetur öll sveitarfélög til þess að kynna sér skýrsluna og eftir atvikum koma með ábendingar í samráðsgáttina. Frestur er 24.04.2023 – 18.05.2023.