Nýsköpunarvogin 2021

Nýsköpunarvogin er samnorræn könnun á stöðu nýsköpunar hjá hinu opinbera.

Könnunin var fyrst gerð hér á landi árið 2019 í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú er verið að endurtaka könnunina í samstarfi sömu aðila. Stjórnendur fjármála- og stjórnsýslu, skólaþjónustu og félagsþjónustu hafa verið beðnir um að svara könnuninni.

Niðurstöður könnunarinnar 2019 sýndu ekki mikinn mun á milli landa en þó skar Ísland sig úr að því leyti að notendur eru í minna mæli þátttakendur í nýsköpunarstarfi hér á landi og það er minni faglegur og fjárhagslegur stuðningur við nýsköpun hjá hinu opinbera hér á landi. Vonast er eftir góðum viðbrögðum við könnuninni þannig að það fáist góð yfirsýn yfir stöðuna 2021.