13. des. 2016

Nýr kjarasamningur við grunnskólakennara samþykktur

  • PPP_PRD_090_3D_people-Cooperation

Kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag grunnskólakennara, sem undirritaður var þann 29. nóvember,  hefur verið samþykktur og  birtur á vef sambandsins.

Kjarasamningurinn gildir frá 1. desember 2016 til 31. nóvember 2017 og felur í sér 11,1% launahækkun til kennara auk eingreiðslu að upphæð á 204.000 kr. Ákvæði um greiðslur fyrir gæslu nemenda breytist  þannig að hér eftir verður kennurum greidd yfirvinna fyrir gæsluna gegn lengingu á daglegu vinnuframlagi. Tvær bókanir fylgja kjarasamningnum og munu aðilar strax taka upp samvinnu um útfærslu og framkvæmd þeirra.