Nýr kjarasamningur við Félag íslenskra hljómlistarmanna

Samninganefndir Félags íslenskra hljómlistarmanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu þann 3. febrúar sl. nýjan kjarasamning milli aðila.

Gildistími samningsins er frá 1. janúar 2022 til og með 31. mars 2023. Núgildandi kjarasamningur aðila rann út þann 31. desember síðastliðinn.

Nýr kjarasamningur fer nú í kynningu meðal félagsmanna Félags íslenskra hljómlistarmanna og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir þann 11. febrúar 2022.