Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara undirritaður

Nýr kjarasamningur Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritaður hjá embætti ríkissáttasemjara snemma að morgni 10. mars.

Gildistími hins nýja kjarasamnings er 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.

Nýr kjarasamningur fer nú í kynningu meðal félagsmanna Félags grunnskólakennara og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir þann 18. mars 2022.