29. nóv. 2016

Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara undirritaður 29. nóvember 2016

Í kvöld undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara nýjan kjarasamning. Samningurinn gildir frá 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017 og fer nú í kynningu meðal grunnskólakennara og sveitarstjórnarmanna. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir þann 12. desember næstkomandi.

Það er von samningsaðila að þeir grunnskólakennarar sem þegar hafa sagt starfi sínu lausu, endurskoði þá ákvörðun.