25. ágú. 2016

Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara undirritaður 23. ágúst 2016

Þann 23. ágúst s.l. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga  (SNS) og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) nýjan kjarasamning. Verði kjarasamningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. ágúst 2016 til 31. mars 2019. Samningsaðilar munu bera samninginn upp til afgreiðslu fyrir 5. september nk.