Sambandið hefur sett hér á vefinn eftirfarandi tvennar kynningar er varða nýsamþykkt lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem taka gildi 15. júlí n.k. Hvetur sambandið til þess að móttakendur sendi kynningar áfram til þeirra í sveitarfélaginu sem gætu haft hag af kynningunum og/eða þurfa á fræðslu að halda enda ekki nema 18. dagar þar til lögin taka gildi.
Sambandið hefur sett hér á vefinn eftirfarandi tvennar kynningar er varða nýsamþykkt lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem taka gildi 15. júlí nk. Hvetur sambandið til þess að móttakendur sendi kynningar áfram til þeirra í sveitarfélaginu sem gætu haft hag af kynningunum og/eða þurfa á fræðslu að halda enda ekki nema 18. dagar þar til lögin taka gildi.
- Talglærur – almenn kynning þar sem farið er yfir þær breytingar sem nýsamþykkt lög um persónuvernd hafa í för með sér.
- Upptökur af nýlegri fundarferð um landið ásamt Skólastjórafélagi Íslands þar sem farið yfir ný persónuverndarlög, Mentor mál og þýðingu fyrir grunnskóla. Á upptökunum að finna kynningar frá Telmu Halldórsdóttur, lögfræðingi og sérfræðingi sambandsins í nýrri persónuverndarlöggjöf, Þórði Kristjánssyni, fv. skólastjóra og sérfræðingi hjá sambandinu og Þorsteini Sæberg, framkvæmdastjóra skólastjórafélagsins, um málið. Voru fundirnir vel sóttir og góður rómur gerður á þeim. Upptakan er frá fundi sem haldinn var í Brekkubæjarskóla á Akranesi þann 13. júní sl.