Ný stjórn tekin við undir forystu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram á Akureyri dagana 28. til 30. september undir yfirskriftinni Grunnur að góðu samfélagi.

Heiða Björg Hilmisdóttir í ræðustól á Landsþingi sambandsins á Akureyri.

Eftir setningu og formlega dagskrá miðvikudaginn 28. september og að morgni 29. september tóku umræðuhópar til starfa en þar var stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga til næstu fjögurra ára mörkuð. Á föstudag var ný stjórn kjörin og Heiða Björg Hilmisdóttir tók formlega við formannsembætti af Aldísi Hafsteinsdóttur. 

Stjórnin er þannig skipuð: 

AðalmennVaramenn
Reykjavíkurkjördæmi 
Heiða Björg Hilmisdóttir (S)Dagur B. Eggertsson (S)
Einar Þorsteinsson (B)Árelía Eydís Guðmundsdóttir (B)
Hildur Björnsdóttir (D)Kjartan Magnússon (D)
Suðvesturkjördæmi 
Rósa Guðbjartsdóttir Hafnarfjarðarkaupstaður (D)Hjördís Ýr Johnson Kópavogsbær (D)
Guðmundur Ari Sigurjónsson Seltjarnarnesbær (S)Sigrún Sverrisdóttir Hafnarfjarðarkaupstaður(S)
Norðvesturkjördæmi 
Lilja Björg Ágústsdóttir Borgarbyggð (D)Einar Brandsson Akraneskaupstaður (D)
Nanný Arna Guðmundsdóttir Ísafjarðarbær (Í)Álfhildur Leifsdóttir Skagafjörður (V)
Norðausturkjördæmi 
Freyr Antonsson Dalvíkurbyggð (D)Hafrún Olgeirsdóttir Norðurþing (D)
Jón Björn Hákonarson Fjarðabyggð (B)Sunna Hlín Jóhannesdóttir Akureyrarbær (B)
Suðurkjördæmi 
Margrét Ólöf A. Sanders Reykjanesbær (D)Helgi Kjartansson Bláskógabyggð (T)
Walter Fannar Kristjánsson Flóahreppur (I)Ásgerður K. Gylfadóttir Svf. Hornafjörður (B)