27. des. 2010

Hver er ábyrgð sveitarstjórna vegna náttúruhamfara?

  • SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Þann 21. október 2010 var haldin ráðstefna í Reykjavík undir þessari yfirskrift. Ráðstefnan var haldin í samvinnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þátttakendur voru um 90.

Ráðstefnan skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta var fjallað um umhverfi almannavarna á Íslandi, þ.e. áhættugreiningu eftir landshlutum, regluverkið, viðbragðsáætlanir, hlutverk aðgerðaraðila, verkaskiptingu á milli þeirra, og hvaða stuðning sveitarstjórnir geta fengið þegar vá ríður yfir. Í öðru hluta fjölluðu sveitarstjórar og lögreglustjórar um hvaða lærdóm megi draga af reynslunni frá eldgosunum vorið 2010 og jarðaskjálftunum á Suðurlandi. Í lokin voru umræður um helstu úrlausnarefni og hvernig sé hægt að leysa þau.

Sveitarstjórnarfólk er hvatt til að kynna sér þetta efni þar sem það gefur heildstætt yfirlit yfir almannavarnasviðið. Einnig er tilefni til að vekja athygli á frekari upplýsingum og niðurstöðum ráðstefnunnar hér á vef sambandsins.