21. des. 2010

Tillögur að breytingum á náttúruverndarlögum til umsagnar

  • SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum er nú opið til umsagnar. Drögin voru unnin af nefnd sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í nóvember 2009 til að vinna að endurskoðun náttúruverndarlaga. Öllum er frjálst að senda umhverfisráðuneytinu athugasemdir við drögin með tölvupósti á postur@umhverfisraduneyti.is til og með 21. janúar næstkomandi.

Nefndin skilaði ráðherra áfangaskýrslu í mars 2010 og lagði þar til að verkinu yrði skipt í tvo áfanga. Fyrst yrði unnið að tillögum að breytingum á nokkrum þáttum laganna sem brýnast væri að bæta úr og síðan tæki við vinna við heildarendurskoðun laganna. Frumvarpið sem nú er kynnt er afrakstur fyrri áfanga verksins og felur í sér breytingar á þremur efnisatriðum náttúruverndarlaganna, það er ákvæðum um akstur utan vega, ákvæðum um sérstaka vernd tiltekinna jarðmyndana og vistkerfa og loks um framandi lífverur. Auk þess er lagt til að Umhverfisstofnun fái heimild til að taka gjald fyrir útgáfu leyfa samkvæmt náttúruverndarlögum.

Sjá nánar á vef umhverfisráðuneytisins