17. des. 2010

Útsvar mun skiptast milli sveitarfélaga

  • SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Meirihluti efnahags- og skattanefnd Alþingis lagt til þá breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra um skatta og gjöld (313. mál), að lögum um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt í samræmi við tillögu frá nefnd um endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga sem tekið var undir í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið. Breytingin felur í sér að við skil á útsvari vegna íbúa sem flytjast milli sveitarfélaga innan álagningarárs verði litið til þess hvernig búseta viðkomandi skiptist á milli sveitarfélaga í stað þess að nú er einungis horft til íbúaskrár eins og hún er 31. desember ár hvert. Með þessu móti endurspegla skil á útsvari betur útgjöld sveitarfélagsins fyrir veitta þjónustu. Gert er ráð fyrir að gildistaka ákvæðisins verði 1. janúar 2011 en að það komi ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2012, þ.e. vegna útsvars 2011.

Önnur umræða um frumvarpið er á dagskrá fundar Alþingis sem nú stendur yfir.