06. des. 2010

Skólaskýrsla 2010 er komin út

  • KAPA_Skolaskyrsla

Út er komin Skólaskýrsla 2010. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað. Í höfuðdráttum er gerð grein fyrir starfsemi hvors skólastigs um sig árið 2009 og að auki birtar upplýsingar aftur í tímann eins og kostur er. Tölulegar upplýsingar ná til málaflokkanna á landsvísu en einnig er þeim gerð skil eftir landshlutum og eru að nokkru leyti flokkaðar eftir íbúafjölda sveitarfélaga.

Til viðbótar þessu er í fyrsta sinn birtar töflur í fylgiskjölum aftast í skýrslunni þar sem valdar lykiltölur eru birtar fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig. Að auki er að finna ýmsan fróðleik um skólamál frá öðrum sviðum sambandsins.

Eitt eintak er sent á öll sveitarfélög án endurgjalds og að auki á allar skólaskrifstofur. Skólaskýrsla 2010 er fáanleg hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga gegn vægu gjaldi, eða 500 kr.

Til að panta eintak af Skólaskýrslu 2010 er bent á að hafa samband við Sigríði Ingu Sturludóttur í síma 515 4900 eða í gegnum netfangið sigridur@samband.is