04. nóv. 2010

Betri byggð – frá óvissu til árangurs

  • byggingar_72

Málþing um skipulagsmál framtíðarinnar verður á Grand hóteli í Reykjavík þann 11. nóvember nk. Á málþinginu verður m.a. leitast við að svara spurningum um hvað fór úrskeiðis? Hvort framtíð verður byggð án lærdóms hins liðna og hvernig verður byggt upp.  Sérstakur gestur málþingsins verður finnski arkitektinn Vesa Juola en hann mun m.a. fjalla um þá kreppu sem finnski byggingaiðnaðurinn gekk í gegnum og skýra frá því hvernig Finnar tóku á þeim málum.

Skráning þátttakenda verður á vef Arkitektafélags Íslands í gegnum netfangið ai@ai.is og í síma 511 1465. Þátttökugjald er 6.000 krónur og greiðist við skráningu. Innifalið er hádegisverður og hressing í hléum. Vænst er mikillar þátttöku og því vænlegast að skrá sig sem fyrst. 

 

Fundarstjórn er í höndum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, forseta borgarstjórnar og Hjálmars Sveinssonar, stjórnarformanns Faxaflóahafna. Þá flytur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ávarp.

Erindi flytja þau Halla Tómasdóttir, Ríkharður Kristjánsson, Guðmundur R. Árnason, Guðjón Steinsson, Bjarni Már Gylfason, Vesa Jupola,  Salvör Nordal, Guðmundur Andri Thorsson, Kristín Þorleifsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Friðrik Ágúst Ólafsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Halldóra Vífilsdóttir og Hrólfur Karl Cela.

Fréttabréfi um dagskrá ráðstefnunnar verður dreift á netinu og á ráðstefnunni.