05. okt. 2010

Styrkir til rannsókna, þróunar og samstarfs á sviði rafrænnar stjórnsýslu; Citizen-Centric eGovernment

  • logo1

Rannís á aðild að sjóðnum Citizen-Centric eGovernment (með stuðningi frá ma. iðnaðaráðuneyti, Samtökum iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöð Íslands) ásamt Vinnova í Svíþjóð og Efnahags- og upplýsingamálaráðuneyti Eistlands. Markmið sjóðsins er að efla rannsókna- og þróunarsamstarf fyrirtækja, stofnana og fræðimanna í þessum þremur löndum á sviði rafrænnar stjórnsýslu.

Skilyrði er að umsækjendur í hverri umsókn komi frá öllum löndunum þremur. Sjá ítarlega lýsingu á markmiðum og þeim mælikvörðum, sem lagðir verða til grundavallar við styrkúthlutun  í meðfylgjandi skjali.