01. júl. 2010

Greinargerð þriggja ráðuneyta um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum

  • Nemendur

Í byrjun maí 2009 var að frumkvæði þáverandi heilbrigðisráðherra boðað til samráðsfundar ráðuneytanna þriggja, þ.e. heilbrigðisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis og Lýðheilsustöðvar. Tekin var ákvörðun um að setja á laggirnar óformlegan starfshóp sem var falið það verkefni að kortleggja með heildstæðum hætti umfang vandans, framkvæma nauðsynlega greiningu á honum og koma með tillögur til lausnar.
Skýrslunni er skipt upp í 8 kafla þar sem m.a. er farið ofaní aðferðafræði og verklag, skilgreiningar á hugtakinu einelti og lagðar eru fram tillögur um verkefni í skólastarfi og um aðgerðir á vinnustöðum.

Greinargerð um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum.