21. maí 2010

Norðurlandaráðstefna LÍSU samtakanna

  • LISA_Logo

LÍSU samtökin í samvinnu við Fasteignaskrá Íslands halda ráðstefnu á hótel KEA á Akureyri miðvikudaginn 26. maí 2010 um skráningu jarða og lóða og gagna sem liggja þar að baki. Skráning jarða og landa er í höndum margra aðila og mikil þörf er á skýru verkferli, samræmdum vinnubrögðum og öruggum upplýsingum um hlutverk aðila í þessu samhengi. Á ráðstefnunni verður skráning lands skoðuð frá ólíkum sjónarhornum, skráningaraðilanna og notendanna og þarfir þeirra skilgreindar.  Í lok fundar verður boðið uppá umræðukaffi þar sem þátttakendur koma á framfæri sínum tillögum um leiðir til úrbóta. 


Dagskrá

Fyrirtæki; flytjandi Umræðuefni
10.00-10.05 LÍSU samtökin;  Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir Opnun fundar
10.05-10.35 Háskólinn í Reykjavík; Guðrún Gauksdóttir Lögfræðilegt álit varðandi jarðaskráningu
10.35-11.05 Fasteignaskrá Íslands;
Tryggvi Már Ingvarsson
Kynning á tillögu að nýju vinnuferli við skráningu lands í fasteignaskrá. Samræming ganga á landsvísu og tenging þinglýstra skjala
11.05-11.25 Uppsveitir Árnessýslu og Flóahreppur;  
Pétur Ingi Haraldsson
Hver er þörf sveitarf fyrir samræmingu gagna? Hvert er ástand gagna og söguskráning? Hver er lagaleg skyda sveitarfélaga varðandi land/lóðamörk?
11.25-11.45 Skipulagsstofnun;
Hafdís Hafliðadóttir
Hver er aðkoma skipulagsstofnunar að skráningu jarða?
11.45-12.20 Hádegismatur á Hótel KEA
12.20-12.40 Búnaðarsamtök Vesturlands og Landlínur; Sigríður Jóhannesdóttir og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Hnitsetning landamerkja. Átaksverkefni Búnaðarsamtaka Vesturlands og Landlína
12.40-13.00 BÚGARÐUR, Ráðgjafarþjónusta á Norðausturlandi;
Guðmundur Gunnarsson
Reynsla af innmælingu landamerkja og lóð
13.00-13.20 Verkfræðistofan Stoð;
Sólveig Olga Sigurðardóttir
Hverjar eru þarfir fyrirtækja sem notendur gagna?
13.20-13.40 Landmælingar Íslands;
Þórarinn Sigurðsson
Landshnitakerfi
13.40-14.10 Umræðukaffi Ráðstefnugestir taka þátt í umræðum um hvaða aðgerða þarf að grípa til. Kaffi og meðlæti á borðum
14:10-14.25 Helstu niðurstöður


Verð:                 LÍSU félagar:  kr. 5000        Aðrir:         kr. 6000
Skráning:        lisa@skipulag.is   til 22. maí